A l p a c a

Eru dýr af kamelættum...

Alpaca eru dýr af kamelættum sem svipar til lamadýra í útliti. Alpaca eru minni en lamadýrin en miklu loðnari og ullin þeirra mun mýkri og til í fleiri litum.

Bæði alpaca-og lamadýrin búa í Suður-Ameríku uppí hálendi Andesfjallanna í 3500-5000 metra hæð. Þar getur oft orðið verulega kalt á nóttunni og er ullin þeirra gerð fyrir mikinn kulda.

Í Perú og Ekvador hefur fólkið notað klæðnað úr alpaca ull í fjölda ára en alpacadýrin hafa nú verið ræktuð í meira en 5000 ár vegna ullarinnar.

Á undanförnum árum hefur þessi lúxus-ull fangað athygli  fatahönnuða út um allan heim og er hún þekkt fyrir gæði sín sem bæði hlý og mjúk vara. 

 

Alpaca ullin

Í samanburði við aðra ull þá er alpacaullin einnig mun sjaldgæfari. Það eru aðeins um 4 milljónir alpacadýra til í heiminum en 450 milljón kasmír-geitur og um billjón kindur!

 

Í samanburði við íslensku kindaullina er alpacaullin jafn hlý - og af mörgum talin hlýrri - en hún er mun mýkri. Margir þeirra sem geta ekki klæðst íslensku ullinni geta notað alpaca ull því hún stingur ekki eins.

 

Alpaca ullin hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður - bæði á sumrin og veturna!

Finndu okkur á Facebook

© by Sierra - sierra@sierrawool.is

  • Facebook Social Icon