Kichwa
konur

Kichwakonurnar búa í litlu þorpi hátt uppí Andesfjöllunum. Það eru takmarkaðir atvinnumöguleikar í þorpinu þeirra - en þær hafa gert treflana í fjölda ára og eru þeir hefðbundnir á þessu svæði.

Að öllu jafna þurfa þær að ferðast langan veg til þess að koma treflunum á markað til þess að selja. Flestar þeirra bera treflana á bakinu á hverjum morgni til þess að stilla þeim uppá markaðnum. Þá fer það alveg eftir túrismanum hvort mikið er keypt eða ekki.


Samstarf Sierra og Kichwakvennanna gerir þeim kleift að vinna heiman frá sér og stjórna sínum vinnutíma sjálfar. Þær vinna við góðar aðstæður og senda treflana með póstþjónustunni alla leið til Íslands.

Þar sem það eru engir milliliðir fá konurnar sjálfar stærri hluta af verði vörunnar - og fá því mjög sanngjarnt kaup fyrir vinnu sína.

 

Sierra

Sierra vörurnar eru búnar til í Andesfjöllunum í Ekvador. Uppí fjöllunum eru mörg lítil þorp þar sem býr fólk af Quechua-ættum. 

Quechua eru afkomendur Inca veldisins - en Incar eru fyrstu íbúar Suður-Ameríku og bjuggu þar langt á undan Spánverjum. Quechua eru því afkomendur fyrstu íbúa Suður-Ameríku og þau búa í Ekvador, Perú, Kólumbíu, Bólivíu, Argentínu og Chile. Quechua er einnig nafnið á tungumálinu sem þau tala.

Í Ekvador vilja þau kalla sig Kichwa og þeirra mállýska af Quechua kallast líka Kichwa.


Vörur Sierra eru búnar til af Kichwakonum.

IMG_8716
IMG_8938
IMG_8946
IMG_8924
IMG_8740

Engir milliliðir

Sierra leggur mikið upp úr persónulegum samskiptum og sanngjörnum viðskiptum. Eigandi Sierra hefur varið miklum tíma í Ekvador og þekkir konurnar og fjölskyldur þeirra. 

Varan fer beint úr höndum Kichwakvennanna - til Sierra - og þaðan beint til viðskiptavinarins.

 

Þannig getum við haldið verðinu sanngjörnu og tryggt gæði alla leið frá framleiðslu til afhendingar vörunnar. 
 

IMG_8944
IMG_8937
IMG_8918
IMG_8893
IMG_8938
IMG_8946
IMG_8740
IMG_8716

Finndu okkur á Facebook

© by Sierra - sierra@sierrawool.is

  • Facebook Social Icon